Innlent

Féll af flutningabíl og slasaðist

MYND/Róbert
Rúmlega fertugur maður slasaðist í vinnuslysi við fiskvinnslufyrirtækið Vísi í Grindavík síðdegis í gær. Maðurinn féll af flutningabíl þegar verið var að færa farm til á bílnum. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík þar sem gert var að sárum hans en hann hafði hlotið skurð í andliti, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×