Lífið

Tölvustelpa með ást á Tarantino

Forsíðu Fókus, sem fylgir DV í dag, prýðir Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Hún opnar í dag sýningu í Gallerí Humar eða frægð, sýningarsal Smekkleysu. Myndböndin eru hennar aðall, enda lærði hún gerð þeirra bæði í listaskólum New York og Los Angeles. Ásdís er gift Ragnari Kjartanssyni, Rassa prump, og eru þau auðvitað samstíga í listinni. Sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur er sú fyrsta í Smekkleysubúðinni svokölluðu, sem breytist í Gallerí Humar eða frægð með innkomu listamannsins. Humar eða frægð sýningin er fyrir á staðnum og Ásdís bætir sínu inn í hana. Að auki sýnir hún nokkur af vídeóunum sínum. Rassi fékk ríkisborgararétt "Síðan hef ég vídeóin til sölu á DVD. Með þeim fylgja síðan miniature-skúlptúrar," segir Ásdís. Hún er ekki búin að ákveða verðið á verkunum, "kannski fimm, tíu þúsund?" Sýningin kom þannig til að Einar Örn Benediktsson, Smekkleysuforkólfur og kunningi hennar, sýndi henni búðina fyrir jól. Þá leist henni svo vel á salinn að hún sagðist vilja sýna þar. Hann tók vel í það. Ásdís segir sýninguna vera bland af sækadelíu, ljóðrænu, drasli og gersemum. Verkin sameina síðan kvenlega, ljóðræna hryggð og norrænan gálgahúmor. Hún segist m.a. vera undir áhrifum frá impressjónistum og Quentin Tarantino. Ásdís lærði list sína í virtum listaskólum New York og Los Angeles. Segir mikið að gerast í myndlist í báðum borgum. L.A. hafi komið á óvart en hún hafi fílað New York betur. Það er lítið mál fyrir Ásdísi að flakka yfir til Bandaríkjanna. Hún fæddist vestanhafs og er því bæði með íslenskan og amerískan ríkisborgararétt. Þar datt Ragnar Kjartansson, Rassi prump, í lukkupottinn. Þau giftust í fyrra og fékk hann því bandarískan ríkisborgararétt í heimanmund ... Afganginn af viðtalinu við Ásdísi er að finna í Fókus. Þar er Þar er auðvitað allt að finna um skemmtanalíf helgarinnar, djammkortið er á sínum stað, sem og ítarleg umfjöllun um bíó, tónlist, myndlist og leikhús.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.