Lífið

Bruce Willis stamaði

Bruce Willis hefur í fyrsta sinn talað opinberlega um talgalla sinn. Willis segist þakklátur fyrir þá staðreynd að talgallinn hefur aldrei haft áhrif á feril hans sem leikari. Hann segir alla hafa einhvers konar talgalla en honum hafi tekist að yfirvinna galla sinn með hjálp sérfræðings. "Ég var einn af þeim sem óx upp úr talgalla mínum. Allir hafa einhvers konar galla í röddinni eða tali sínu. Það er það sem gerir okkur einstök. Ég var heppinn að vinna með talsérfræðingi í menntaskóla í stuttan tíma og hann lét mig hafa æfingar til þess að laga talgallan. "Lykillinn að æfingunum var sú staðreynd að þegar ég fór á svið sem leikari, stamaði ég ekki. Það var í rauninni kraftaverk," sagði Willis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.