Innlent

Hluti sekta renni til eftirlits

Ef áfrýjunarnefnd samkeppnismála kemst að þeirri niðurstöðu að olíufélögin eigi að greiða sektir vegna samráðs munu fjármunirnir renna nánast samstundis í ríkissjóð. Í niðurstöðu samkeppnisráðs, sem olíufélögin hafa áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar, kom fram að olíufélögin ættu að greiða tæpa þrjá milljarða í sektir. Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra segir ekkert ákveðið um það hvort féð verði notað til sérstakra verkefna. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að flokkurinn hafi sett fram hugmyndir um að eitthvað af fjárhæðinni renni til reksturs Neytendasamtakanna og til Samkeppnisstofnunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×