Innlent

Lægsta tilboð 24% af kostnaði

Lægsta boð í fyrsta áfanga Suðurstrandarvegar reyndist aðeins 23,6 prósent af kostnaðaráætlun en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fyrirtækið Vegamenn í Reykjavík bauð lægst, 35 milljónir króna, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 150 milljónir króna. Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri segir að þetta hljóti að vera reikningsskekkja hjá fyrirtækinu og staðhæfir að Vegagerðin muni ekki semja um verkið á grundvelli þessa tilboðs. Næstlægsta boð var frá Nesey á Selfossi, 56 prósent af kostnaðaráætlun, en þriðja lægsta boð átti Háfell í Reykjavík, 65 prósent af kostnaðaráætlun. Alls bárust 22 tilboð í verkið, sem felst í lagningu sex kílómetra kafla frá Grindavík að Ísólfsskála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×