Í góðum málum – eða hvað? 18. janúar 2005 00:01 Málefni fatlaðra barna - Gerður Aagot Árnadóttir læknir Það var athyglisvert að sjá vitnað til þess í Morgunblaðinu í síðustu viku að borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefði í umræðum á Stöð 2 hinn 6.janúar sl. státað sig af því að fötluð börn hefðu aðgang að frístundaheimilum við grunnskóla Reykjavíkur og borgin væri því að veita þjónustu sem önnur sveitarfélög veittu ekki. Formaður Félagsmálaráðs Seltjarnarness var óhress með aðdróttanir borgarstjóra í garð nágrannanna. Ekki sá ég viðtalið við Steinunni Valdísi sem vitnað er í en umræðan fannst mér athyglisverð, ekki síst í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá Reykjavíkurborg til samstarfs um þetta verkefni undanfarin ár. Það er því jákvæð breyting ef borgin er farin að sjá frístundaheimili fyrir fötluð börn sem verkefni til að vera stoltur af og vonandi að sú þróun haldi áfram. Þannig hefur það nefnilega ekki alltaf verið og barátta foreldra fyrir því að tryggja nemendum bæði í 1.-4.bekk Öskjuhlíðarskóla og eldri bekkjum skólans slíka þjónustu hefur verið þyrnum stráð og foreldrar talað fyrir daufum eyrum borgarinnar. Í áætlunum Reykjavíkurborgar við uppbyggingu frístundaheimila var ekki gert ráð fyrir nemendum Öskjuhlíðarskóla, sennilega vegna þess að þau eru fötluð. Starfsemi frístundaheimilis fyrir þennan aldurshóp var ekki tryggð fyrr en eftir að Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla sendi erindi til borgarráðs í maí 2004 þar sem lögsókn var hótað ef borgin mismunaði nemendum á grundvelli fötlunar. Hvað nemendur í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla varðar hefur baráttan fyrir því að tryggja þeim frístundaheimili verið enn erfiðari og leystist ekki fyrr en félagsmálaráðherra ákvað að setja fjármuni til þessa verkefnis á haustdögum 2004. Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að bjóða nemendum 5.-10.bekkjar upp á frístundaheimili veturinn 2004- 2005 var ekki tekin fyrr en í september 2004. Afleiðingin varð sú að illa gekk að fá starfsfólk í vinnu og veturinn hefur verið bæði nemendum og fjölskyldum þeirra erfiður. Það er hins vegar bjartara framundan, fleiri börn eru að fá þjónustu og starfsfólk ÍTR í frístundaheimilinu stendur sig frábærlega. Það er því von okkar að hér eftir verði stöðugleiki í starfsemi frístundaheimilanna í Öskjuhlíðarskóla og að það starf dafni og þróist í framtíðinni. En hvað um fötluð börn í 5.- 10.bekk í öðrum grunnskólum Reykjavíkur? Reykjavíkurborg starfrækir ekki frístundaheimili fyrir þessi fötluðu börn þó ráðamenn borgarinnar viti að þörfin er brýn. Skortur á heilsdagsúrræðum fyrir fötluð börn í grunnskólum borgarinnar er eitt af því sem hindrar það að "skóli án aðgreiningar", skóli þar sem öll börn eiga möguleika á að njóta sín á eigin forsendum, nái brautargengi. Þetta veit Reykjavíkurborg en skortir vilja til að breyta. Ráðamönnum borgarinnar er einnig fullljóst að meðan ekki er boðið upp á frístundaheimili fyrir fötluð börn búa fjölskyldur þeirra við skerta möguleika til náms og starfs og slíkt hefur óneitanlega áhrif á fjárhagsstöðu þessara fjölskyldna. Jafnréttis- og fjölskyldustefna borgarinnar nær því ekki til þessa fólks. Foreldrar fagna af heilum hug þeim áföngum sem náðst hafa varðandi þjónustu frístundaheimila ÍTR við fötluð börn en mikið starf er þó óunnið til að öll börn njóti slíkrar þjónustu og brýnt að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Því ber einnig að fagna að ÍTR hefur verið falið að sjá um þessa starfsemi enda er sú hugmyndafræði sem starfsmenn ÍTR starfa eftir meðal fatlaðra barna til eftirbreytni. Ég skora á Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra að beita sér fyrir því að öll fötluð grunnskólabörn í Reykjavík njóti þjónustu frístundaheimila óháð aldri og óháð því hvaða skóla þau sækja og stuðla þannig að jöfnum rétti allra nemenda borgarinnar og fjölskyldna þeirra. Þegar það mál er komið í höfn getur borgarstjóri borið höfuðið hátt og verið stolt af starfsemi frístundaheimila borgarinnar sem þá stuðla að því jafnrétti sem starfsemi þeirra byggist á. Það er einnig von mín að önnur sveitarfélög landsins taki þessari áskorun og byggi upp skóladagvistarþjónustu við hæfi þeirra einstaklinga sem þjónustunnar þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málefni fatlaðra barna - Gerður Aagot Árnadóttir læknir Það var athyglisvert að sjá vitnað til þess í Morgunblaðinu í síðustu viku að borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefði í umræðum á Stöð 2 hinn 6.janúar sl. státað sig af því að fötluð börn hefðu aðgang að frístundaheimilum við grunnskóla Reykjavíkur og borgin væri því að veita þjónustu sem önnur sveitarfélög veittu ekki. Formaður Félagsmálaráðs Seltjarnarness var óhress með aðdróttanir borgarstjóra í garð nágrannanna. Ekki sá ég viðtalið við Steinunni Valdísi sem vitnað er í en umræðan fannst mér athyglisverð, ekki síst í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá Reykjavíkurborg til samstarfs um þetta verkefni undanfarin ár. Það er því jákvæð breyting ef borgin er farin að sjá frístundaheimili fyrir fötluð börn sem verkefni til að vera stoltur af og vonandi að sú þróun haldi áfram. Þannig hefur það nefnilega ekki alltaf verið og barátta foreldra fyrir því að tryggja nemendum bæði í 1.-4.bekk Öskjuhlíðarskóla og eldri bekkjum skólans slíka þjónustu hefur verið þyrnum stráð og foreldrar talað fyrir daufum eyrum borgarinnar. Í áætlunum Reykjavíkurborgar við uppbyggingu frístundaheimila var ekki gert ráð fyrir nemendum Öskjuhlíðarskóla, sennilega vegna þess að þau eru fötluð. Starfsemi frístundaheimilis fyrir þennan aldurshóp var ekki tryggð fyrr en eftir að Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla sendi erindi til borgarráðs í maí 2004 þar sem lögsókn var hótað ef borgin mismunaði nemendum á grundvelli fötlunar. Hvað nemendur í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla varðar hefur baráttan fyrir því að tryggja þeim frístundaheimili verið enn erfiðari og leystist ekki fyrr en félagsmálaráðherra ákvað að setja fjármuni til þessa verkefnis á haustdögum 2004. Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að bjóða nemendum 5.-10.bekkjar upp á frístundaheimili veturinn 2004- 2005 var ekki tekin fyrr en í september 2004. Afleiðingin varð sú að illa gekk að fá starfsfólk í vinnu og veturinn hefur verið bæði nemendum og fjölskyldum þeirra erfiður. Það er hins vegar bjartara framundan, fleiri börn eru að fá þjónustu og starfsfólk ÍTR í frístundaheimilinu stendur sig frábærlega. Það er því von okkar að hér eftir verði stöðugleiki í starfsemi frístundaheimilanna í Öskjuhlíðarskóla og að það starf dafni og þróist í framtíðinni. En hvað um fötluð börn í 5.- 10.bekk í öðrum grunnskólum Reykjavíkur? Reykjavíkurborg starfrækir ekki frístundaheimili fyrir þessi fötluðu börn þó ráðamenn borgarinnar viti að þörfin er brýn. Skortur á heilsdagsúrræðum fyrir fötluð börn í grunnskólum borgarinnar er eitt af því sem hindrar það að "skóli án aðgreiningar", skóli þar sem öll börn eiga möguleika á að njóta sín á eigin forsendum, nái brautargengi. Þetta veit Reykjavíkurborg en skortir vilja til að breyta. Ráðamönnum borgarinnar er einnig fullljóst að meðan ekki er boðið upp á frístundaheimili fyrir fötluð börn búa fjölskyldur þeirra við skerta möguleika til náms og starfs og slíkt hefur óneitanlega áhrif á fjárhagsstöðu þessara fjölskyldna. Jafnréttis- og fjölskyldustefna borgarinnar nær því ekki til þessa fólks. Foreldrar fagna af heilum hug þeim áföngum sem náðst hafa varðandi þjónustu frístundaheimila ÍTR við fötluð börn en mikið starf er þó óunnið til að öll börn njóti slíkrar þjónustu og brýnt að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Því ber einnig að fagna að ÍTR hefur verið falið að sjá um þessa starfsemi enda er sú hugmyndafræði sem starfsmenn ÍTR starfa eftir meðal fatlaðra barna til eftirbreytni. Ég skora á Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra að beita sér fyrir því að öll fötluð grunnskólabörn í Reykjavík njóti þjónustu frístundaheimila óháð aldri og óháð því hvaða skóla þau sækja og stuðla þannig að jöfnum rétti allra nemenda borgarinnar og fjölskyldna þeirra. Þegar það mál er komið í höfn getur borgarstjóri borið höfuðið hátt og verið stolt af starfsemi frístundaheimila borgarinnar sem þá stuðla að því jafnrétti sem starfsemi þeirra byggist á. Það er einnig von mín að önnur sveitarfélög landsins taki þessari áskorun og byggi upp skóladagvistarþjónustu við hæfi þeirra einstaklinga sem þjónustunnar þarfnast.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun