Í góðum málum – eða hvað? 18. janúar 2005 00:01 Málefni fatlaðra barna - Gerður Aagot Árnadóttir læknir Það var athyglisvert að sjá vitnað til þess í Morgunblaðinu í síðustu viku að borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefði í umræðum á Stöð 2 hinn 6.janúar sl. státað sig af því að fötluð börn hefðu aðgang að frístundaheimilum við grunnskóla Reykjavíkur og borgin væri því að veita þjónustu sem önnur sveitarfélög veittu ekki. Formaður Félagsmálaráðs Seltjarnarness var óhress með aðdróttanir borgarstjóra í garð nágrannanna. Ekki sá ég viðtalið við Steinunni Valdísi sem vitnað er í en umræðan fannst mér athyglisverð, ekki síst í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá Reykjavíkurborg til samstarfs um þetta verkefni undanfarin ár. Það er því jákvæð breyting ef borgin er farin að sjá frístundaheimili fyrir fötluð börn sem verkefni til að vera stoltur af og vonandi að sú þróun haldi áfram. Þannig hefur það nefnilega ekki alltaf verið og barátta foreldra fyrir því að tryggja nemendum bæði í 1.-4.bekk Öskjuhlíðarskóla og eldri bekkjum skólans slíka þjónustu hefur verið þyrnum stráð og foreldrar talað fyrir daufum eyrum borgarinnar. Í áætlunum Reykjavíkurborgar við uppbyggingu frístundaheimila var ekki gert ráð fyrir nemendum Öskjuhlíðarskóla, sennilega vegna þess að þau eru fötluð. Starfsemi frístundaheimilis fyrir þennan aldurshóp var ekki tryggð fyrr en eftir að Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla sendi erindi til borgarráðs í maí 2004 þar sem lögsókn var hótað ef borgin mismunaði nemendum á grundvelli fötlunar. Hvað nemendur í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla varðar hefur baráttan fyrir því að tryggja þeim frístundaheimili verið enn erfiðari og leystist ekki fyrr en félagsmálaráðherra ákvað að setja fjármuni til þessa verkefnis á haustdögum 2004. Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að bjóða nemendum 5.-10.bekkjar upp á frístundaheimili veturinn 2004- 2005 var ekki tekin fyrr en í september 2004. Afleiðingin varð sú að illa gekk að fá starfsfólk í vinnu og veturinn hefur verið bæði nemendum og fjölskyldum þeirra erfiður. Það er hins vegar bjartara framundan, fleiri börn eru að fá þjónustu og starfsfólk ÍTR í frístundaheimilinu stendur sig frábærlega. Það er því von okkar að hér eftir verði stöðugleiki í starfsemi frístundaheimilanna í Öskjuhlíðarskóla og að það starf dafni og þróist í framtíðinni. En hvað um fötluð börn í 5.- 10.bekk í öðrum grunnskólum Reykjavíkur? Reykjavíkurborg starfrækir ekki frístundaheimili fyrir þessi fötluðu börn þó ráðamenn borgarinnar viti að þörfin er brýn. Skortur á heilsdagsúrræðum fyrir fötluð börn í grunnskólum borgarinnar er eitt af því sem hindrar það að "skóli án aðgreiningar", skóli þar sem öll börn eiga möguleika á að njóta sín á eigin forsendum, nái brautargengi. Þetta veit Reykjavíkurborg en skortir vilja til að breyta. Ráðamönnum borgarinnar er einnig fullljóst að meðan ekki er boðið upp á frístundaheimili fyrir fötluð börn búa fjölskyldur þeirra við skerta möguleika til náms og starfs og slíkt hefur óneitanlega áhrif á fjárhagsstöðu þessara fjölskyldna. Jafnréttis- og fjölskyldustefna borgarinnar nær því ekki til þessa fólks. Foreldrar fagna af heilum hug þeim áföngum sem náðst hafa varðandi þjónustu frístundaheimila ÍTR við fötluð börn en mikið starf er þó óunnið til að öll börn njóti slíkrar þjónustu og brýnt að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Því ber einnig að fagna að ÍTR hefur verið falið að sjá um þessa starfsemi enda er sú hugmyndafræði sem starfsmenn ÍTR starfa eftir meðal fatlaðra barna til eftirbreytni. Ég skora á Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra að beita sér fyrir því að öll fötluð grunnskólabörn í Reykjavík njóti þjónustu frístundaheimila óháð aldri og óháð því hvaða skóla þau sækja og stuðla þannig að jöfnum rétti allra nemenda borgarinnar og fjölskyldna þeirra. Þegar það mál er komið í höfn getur borgarstjóri borið höfuðið hátt og verið stolt af starfsemi frístundaheimila borgarinnar sem þá stuðla að því jafnrétti sem starfsemi þeirra byggist á. Það er einnig von mín að önnur sveitarfélög landsins taki þessari áskorun og byggi upp skóladagvistarþjónustu við hæfi þeirra einstaklinga sem þjónustunnar þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Málefni fatlaðra barna - Gerður Aagot Árnadóttir læknir Það var athyglisvert að sjá vitnað til þess í Morgunblaðinu í síðustu viku að borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefði í umræðum á Stöð 2 hinn 6.janúar sl. státað sig af því að fötluð börn hefðu aðgang að frístundaheimilum við grunnskóla Reykjavíkur og borgin væri því að veita þjónustu sem önnur sveitarfélög veittu ekki. Formaður Félagsmálaráðs Seltjarnarness var óhress með aðdróttanir borgarstjóra í garð nágrannanna. Ekki sá ég viðtalið við Steinunni Valdísi sem vitnað er í en umræðan fannst mér athyglisverð, ekki síst í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá Reykjavíkurborg til samstarfs um þetta verkefni undanfarin ár. Það er því jákvæð breyting ef borgin er farin að sjá frístundaheimili fyrir fötluð börn sem verkefni til að vera stoltur af og vonandi að sú þróun haldi áfram. Þannig hefur það nefnilega ekki alltaf verið og barátta foreldra fyrir því að tryggja nemendum bæði í 1.-4.bekk Öskjuhlíðarskóla og eldri bekkjum skólans slíka þjónustu hefur verið þyrnum stráð og foreldrar talað fyrir daufum eyrum borgarinnar. Í áætlunum Reykjavíkurborgar við uppbyggingu frístundaheimila var ekki gert ráð fyrir nemendum Öskjuhlíðarskóla, sennilega vegna þess að þau eru fötluð. Starfsemi frístundaheimilis fyrir þennan aldurshóp var ekki tryggð fyrr en eftir að Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla sendi erindi til borgarráðs í maí 2004 þar sem lögsókn var hótað ef borgin mismunaði nemendum á grundvelli fötlunar. Hvað nemendur í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla varðar hefur baráttan fyrir því að tryggja þeim frístundaheimili verið enn erfiðari og leystist ekki fyrr en félagsmálaráðherra ákvað að setja fjármuni til þessa verkefnis á haustdögum 2004. Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að bjóða nemendum 5.-10.bekkjar upp á frístundaheimili veturinn 2004- 2005 var ekki tekin fyrr en í september 2004. Afleiðingin varð sú að illa gekk að fá starfsfólk í vinnu og veturinn hefur verið bæði nemendum og fjölskyldum þeirra erfiður. Það er hins vegar bjartara framundan, fleiri börn eru að fá þjónustu og starfsfólk ÍTR í frístundaheimilinu stendur sig frábærlega. Það er því von okkar að hér eftir verði stöðugleiki í starfsemi frístundaheimilanna í Öskjuhlíðarskóla og að það starf dafni og þróist í framtíðinni. En hvað um fötluð börn í 5.- 10.bekk í öðrum grunnskólum Reykjavíkur? Reykjavíkurborg starfrækir ekki frístundaheimili fyrir þessi fötluðu börn þó ráðamenn borgarinnar viti að þörfin er brýn. Skortur á heilsdagsúrræðum fyrir fötluð börn í grunnskólum borgarinnar er eitt af því sem hindrar það að "skóli án aðgreiningar", skóli þar sem öll börn eiga möguleika á að njóta sín á eigin forsendum, nái brautargengi. Þetta veit Reykjavíkurborg en skortir vilja til að breyta. Ráðamönnum borgarinnar er einnig fullljóst að meðan ekki er boðið upp á frístundaheimili fyrir fötluð börn búa fjölskyldur þeirra við skerta möguleika til náms og starfs og slíkt hefur óneitanlega áhrif á fjárhagsstöðu þessara fjölskyldna. Jafnréttis- og fjölskyldustefna borgarinnar nær því ekki til þessa fólks. Foreldrar fagna af heilum hug þeim áföngum sem náðst hafa varðandi þjónustu frístundaheimila ÍTR við fötluð börn en mikið starf er þó óunnið til að öll börn njóti slíkrar þjónustu og brýnt að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Því ber einnig að fagna að ÍTR hefur verið falið að sjá um þessa starfsemi enda er sú hugmyndafræði sem starfsmenn ÍTR starfa eftir meðal fatlaðra barna til eftirbreytni. Ég skora á Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra að beita sér fyrir því að öll fötluð grunnskólabörn í Reykjavík njóti þjónustu frístundaheimila óháð aldri og óháð því hvaða skóla þau sækja og stuðla þannig að jöfnum rétti allra nemenda borgarinnar og fjölskyldna þeirra. Þegar það mál er komið í höfn getur borgarstjóri borið höfuðið hátt og verið stolt af starfsemi frístundaheimila borgarinnar sem þá stuðla að því jafnrétti sem starfsemi þeirra byggist á. Það er einnig von mín að önnur sveitarfélög landsins taki þessari áskorun og byggi upp skóladagvistarþjónustu við hæfi þeirra einstaklinga sem þjónustunnar þarfnast.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar