Innlent

Söfnunin nær hámarki

Landssöfnunin vegna hamfaranna í Asíu á öðrum degi jóla, Neyðarhjálp úr norðri, nær hápunkti í dag. Söfnunin er ein sú umfangsmesta sem hér hefur verið ráðist í, en að henni stendur fjöldi hjálparsamtaka auk fjölmiðla, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings. Söfnuninni var ýtt úr vör á þriðjudaginn, en í dag leggjast á eitt þrjár sjónvarpsstöðvar, þrjár verslunarmiðstöðvar, þrjú dagblöð og níu útvarpsstöðvar auk listamanna, fyrirtækja, félagasamtaka og almennings með það fyrir augum að safna sem mestu. Algengt er að fólk gefi 1.000 til 5.000 krónur, en fyrir þúsund krónur er hægt að kaupa fimm ullarteppi og fyrir 3.000 krónur er hægt að bólusetja sextíu börn gegn mislingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×