Innlent

Í sjálfheldu á Gjábakkavegi

MYND/E.Ól.
Björgunarsveitir voru kallaðar út með skömmu millibili upp úr hádegi til að aðstoða fólk sem sat í sjálfheldu í bílum sínum á Gjábakkavegi og komst ekkert vegna hálku. Útlendingar voru í öðrum jeppanum en jeppinn sem var sendur þeim til hjálpar lenti líka í vandræðum. Ekkert amaði að fólkinu. Þá varð harður árekstur á Eyrarvegi á Selfossi í hádeginu þegar tengivagn rann þversum í veg fyrir bíl sem kom á móti. Ökumaður slapp ómeiddur en bíllinn er óökufær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×