Innlent

218 milljóna tap af fjarskiptum

Í bréfi sem Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sendi Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra fyrir viku kemur fram að Landsvirkjun hefur tapað tæpum 218 milljónum á fjarskiptarekstri frá því Landsvirkjun fór að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. Mestu skiptir fjárfesting Landsvirkjunar í Stiklu hf, sem sameinað var tetrahluta Línu.nets undir nafninu Tetra Ísland. Á árunum 2000 og 2001 lagði Landsvirkjun til hlutafé upp á 65 milljónir í Stiklu hf. Við stofnun Tetra Ísland var hlutafé aukið í 138 milljónir. Þetta hlutafé upp á 203 milljónir hefur nú verið afskrifað. Eftir stendur 50 milljóna hlutur í Tetra Ísland sem greitt var á árinu 2004 við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í maí í fyrra afskrifaði Orkuveita Reykjavíkur fjárfestingu sína í Tetra Ísland og nam tap Orkuveitunnar alls 428,2 milljónum króna. Árið 2001 voru allar fjarskiptaeignir Landsvirkjunar fluttar í sérstakt fyrirtæki, Fjarska ehf. Í upphafi var hlutafé 250 milljónir. Samsafnað tap af rekstrinum eru tæpar 15 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×