Innlent

Breytingar á skipuriti Eddu

Á stjórnarfundi á miðvikudag samþykkti stjórn Eddu útgáfu breytingar á skipuriti sínu. Helstu breytingar eru að útgáfustjórar verða ekki lengur tengdir ákveðnum forlögum, heldur verða útgáfustjórar ákveðinna sviða. Með þessari breytingu verða þau forlög sem heyra undir Eddu að vörumerkjum fyrirtækisins. Meðal þess sem sögð er ástæða breytinganna er að "efla heildarvitund um Eddu á meðal starfsfólks og losa um viðjar einstakra forlaga frá fyrri tíð" auk hagræðingar í rekstri og að tryggja samræmdar útgáfuákvarðanir hjá félaginu. Verkum útgáfustjóra er skipt á milli almennra rita, skáldverka og barnabóka. Helstu breytingar:Bjarni Þorsteinsson   Var: Útgáfustjóri Almenna bókafélagsins   Er: Starfar við almenna ritstjórn Dröfn Þórisdóttir   Var: Útgáfustjóri Vöku-Helgafells   Er: Markaðsstjóri Eddu og útgáfustjóri Páll Valsson   Var: Útgáfustjóri Máls og menningar   Er: Útgáfustjóri fyrir skáldverk og fræðirit Sigurður Svavarsson   Var: Útgáfustjóri Iðunnar   Er: Útgáfustjóri fyrir almenn rit. Er einnig staðgengill forstjóra í útgáfumálum Sigþrúður Gunnarsdóttir   Var: Ritstjóri Barnabókadeildar Máls og menningar   Er: Útgáfustjóri fyrir barna- og unglingabækur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×