Innlent

Létti skattbyrði innan ramma laga

Fyrirtæki eiga að beita öllum tiltækum ráðum til að draga úr skattabyrði sinni, svo fremi að það sé gert innan ramma laganna. Fari slíkar aðgerðir fyrir brjóstið á skattayfirvöldum ættu þau að beita sér fyrir breytingum á skattalögum. Þetta segir hollenskur skattasérfræðingur sem var með erindi hér á landi í dag. Paul Bruin er einn eigenda endurskoðunarskrifstofunnar Deloitte Holland. Hann segir fáleitt að leggja skattaskipulagningu að jöfnu við skattsvik. Þó að skattar og siðferði fari almennt ekki vel saman sé ekkert rangt við það að fyrirtæki beiti öllum tiltækum ráðum til þess að lækka skattkostnað sinn enda sé hann ekkert frábrugðinn hverjum öðrum kostnaði. Hann telur mikinn mun á skattaagræðingu og skattsvikum. Munurinn í töluum sé hins vegar 50 sentímetrar, þ.e. þykktin á fangelsisvegg. Hérlend skattayfirvöld hafa á undanförnum árum lýst yfir áhyggjum af því að fyrirtæki beiti sífellt úthugsaðri leiðum til þess að sniðganga skatta með ráðgjöf hámenntaðra sérfræðinga. Paul Bruin segir að líki yfirvöldum ekki löglegar aðgerðir fyrirtækja í skattamálum verði þau einfaldlega að breyta lögunum. Skattar og siðferði fari ekki mjög vel saman og það sé ekkert að því að draga úr kostnaði. Bruin telur þó ekki að breyta þurfi lögum hér á landi enda sýnist honum þau skilvirk og aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Kerfið sé gott og tekjuskattur fyrirtækja lágur, eða 18%, og óáþreifanlegar eignir fyrnist auk þess fljótt og því sé hægt að afskrifa þær hratt. Þetta sé mjög áhugvert fyrir skattgreiðendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×