Sport

Aston Villa úr leik

Fyrsta leik dagsins í þriðju umferð FA bikarkeppninnar er lokið. Úrvaldsdeildarliðið Aston Villa fór til Sheffield og beið þar lægri hlut fyrir Sheff Utd 3-1. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Gareth Barry Villa yfir strax í upphafi þess síðari. Danny Cullip jafnaði hinsvegar á 55. mínútu og það var svo Andy Liddell sem tryggði Sheff Utd sigurinn með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Það fyrra á 82. mínútu, en mikill rangstöðufnykur var af því marki. Seinna markið kom svo mínútu síðar. Sheff Utd verður því í hattinum þegar dregið verður í fjórðu umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×