Innlent

Fíkniefnalögreglan rannsakar heimasíðu

Kannabisfræ og vatnspípur eru meðal þess sem falt er á heimasíðunni mariajona.com. Lögreglan er að skoða hvort lög séu brotin.

Pappír til að vefja svokallaðar maríjuana-jónur eða vindlinga, -vatnspípur til hassneyslu, kannabisfræ og fræðslubækur eru meðal þess sem hægt er að nálgast í gegnum síðuna. Einnig er inni á henni myndasafn og spjallsvæði. Síðan virðist reyndar ekki að fullu tilbúin, en samt er augljóst hvað þar fer og á að fara fram.

Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður götusmiðjunnar, segir síðuna vera hálfgerðan brandaria en engu að síður er hún jákvæður boðskapur og ungt fólk sem fari þarna inn fái þau skilaboð um að það sé ekki í lagi með þennan lífstíll, enda sé ekki um lífsstíl að ræða.

Á myndasafni á síðunni má finna fjölmargar gerðir af kannabisplöntum og krækjusíðan virðist tilbúin. Þar er vísað áfram á fleiri síður um kannabis. En það er líka vísað á mariajona.com, á íslenskum síðum samkvæmt stutttri rannskókn fréttastofu, meira að segja á síðum sem fjalla um börn og unglinga. Mariajona.com er ekki eina heimasíðan á Íslandi þar sem fjallað er um er ekki eina síðan áisl sem fjallað kanabisefni. Á heimasíðu sem mátti til skamms tíma finna á netinu, kanab.is, var að finna ráðleggingar um rætun og neyslu kanabisefna. Þegar fréttastofa hafði samband við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fengust þær upplýsingar að umrædd heimasíða, mariajona.com, væri til skoðunnar og lögreglan væri komin á slóðina.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×