Innlent

Græn lausn í Mývatnssveit

Í gær undirrituðu Jóhann Malmquist, fulltrúi fyrir­­tækisins Grænna lausna, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, leigusamning um húsnæði og lóð á landi Kísiliðjunnar í Bjarnar­flagi í Mývatnssveit. Fyrirhugað er að þar muni Grænar lausnir hefja framleiðslu á vörubrettum úr pappa.

"Þetta er nýsköpunarverkefni og þau taka oft lengri tíma en áætlanir ráðgera en við vonumst til að vera komnir af stað með full afköst árið 2007," segir Már Wolfgang Mixa, einn af fulltrúum fyrirtækisins.

Áætlað er að átján manns muni starfa við framleiðsluna til að byrja með. Pappabrettin verða framleidd úr endurunnum pappír og munu léttustu brettin því vega minna en tvö og hálft kíló. Þau geta borið um þrjú tonn og þola að vera í vatni í tvær vikur án þess að missa styrkleika. Áætlað er að heildarfjárfesting verkefnisins sé tæpir tveir milljarðar. Starfsemi var lögð niður í verksmiðju Kísiliðjunnar skömmu fyrir jól í fyrra og hefur hún staðið auð síðan. Má því segja að fundist hafi græn lausn á þeim vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×