Innlent

Skipstjóri handtekinn

Lögreglan á Eskifirði handtók á mánudag skipstjóra á erlendu flutningaskipi eftir að skipið hafði lagst að nýju álversbryggjunni á Reyðarfirði. Tollverðir töldu manninn verulega drukkinn við komuna til Reyðarfjarðar.

Þeir tilkynntu um ástand mannsin til lögreglu í kjölfarið. Niðurstaða blóðrannsóknar liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þetta er í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem lögreglumenn á Eskifirði handtaka skipstjóra sem grunaður er um ölvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×