Varla fært fyrir Horn 15. mars 2005 00:01 Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. Hann sagði að ísinn væri þó gisnari eftir því sem austar drægi. Þá væri ís suður með ströndinni í vestanverðum Húnaflóa. Einnig hafi frést af ís í Skagafirði en ekki væri ís á norðanverðum Austfjörðum. Þór segir áfram ríkja norðaustanátt sem sé jákvætt þar sem ekki eru líkur á að meiri ís bætist við þann sem fyrir er. Grímseyingar voru lausir við ísinn á mánudag. Í gær var aftur kominn svo mikill ís að ákveðið var að strengja fyrir höfnina, og var lítið veitt þann daginn. Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimaður á flugvél Landhelgisgæslunnar FR-SYN, flaug yfir svæðið á mánudag. Þá var farið að grisjast úr ísnum fyrir Norðurlandi, en sums staðar fóru ísdreyfar og ísspangir inn í flóa og firði. Þetta voru þéttar spangir en vítt á milli þeirra þannig að vel var hægt að sigla þar með aðgát að sögn Auðuns. Ísinn var þegar farinn að þéttast við Hornströnd og Bjargir þegar Auðunn flaug þar á mánudag en þá var enn hægt að þvælast þar á skipi. Síðan þá hefur ísinn þést enn meir og siglingar varla mögulegar. Engin skip voru að veiðum frá Reitnum við Straumnes og austur fyrir Húnaflóa í gær eftir upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Gunnar Steingrímsson hjá Sauðárkrókshöfn sagði allt vera í sómanum hjá sér, enda væri engan ís að sjá á Skagafirði. Hins vegar hefði hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, sem var á togararalli, flúið inn í höfnina og lægi þar við bryggju. Þá seinkaði flutningaskipi sem koma átti með áburð um tvo daga vegna veðurs og íss. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. Hann sagði að ísinn væri þó gisnari eftir því sem austar drægi. Þá væri ís suður með ströndinni í vestanverðum Húnaflóa. Einnig hafi frést af ís í Skagafirði en ekki væri ís á norðanverðum Austfjörðum. Þór segir áfram ríkja norðaustanátt sem sé jákvætt þar sem ekki eru líkur á að meiri ís bætist við þann sem fyrir er. Grímseyingar voru lausir við ísinn á mánudag. Í gær var aftur kominn svo mikill ís að ákveðið var að strengja fyrir höfnina, og var lítið veitt þann daginn. Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimaður á flugvél Landhelgisgæslunnar FR-SYN, flaug yfir svæðið á mánudag. Þá var farið að grisjast úr ísnum fyrir Norðurlandi, en sums staðar fóru ísdreyfar og ísspangir inn í flóa og firði. Þetta voru þéttar spangir en vítt á milli þeirra þannig að vel var hægt að sigla þar með aðgát að sögn Auðuns. Ísinn var þegar farinn að þéttast við Hornströnd og Bjargir þegar Auðunn flaug þar á mánudag en þá var enn hægt að þvælast þar á skipi. Síðan þá hefur ísinn þést enn meir og siglingar varla mögulegar. Engin skip voru að veiðum frá Reitnum við Straumnes og austur fyrir Húnaflóa í gær eftir upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Gunnar Steingrímsson hjá Sauðárkrókshöfn sagði allt vera í sómanum hjá sér, enda væri engan ís að sjá á Skagafirði. Hins vegar hefði hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, sem var á togararalli, flúið inn í höfnina og lægi þar við bryggju. Þá seinkaði flutningaskipi sem koma átti með áburð um tvo daga vegna veðurs og íss.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira