Innlent

Ók á Porsche upp á Skjaldbreið

Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár. Benedikt lagði af stað úr Reykjavík í hádeginu og náði tindinum um þrjúleytið. Tekið skal fram að sportbíllinn er fjórhjóladrifinn af gerðinni Porsche 911 og einkum hannaður til að aka á hraðbrautum Evrópu. Myndir af akstrinum verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×