Erlent

Frakkar efins um stjórnarskrá

Franska ríkisstjórnin hefur efnt til herferðar til að efla stuðning franskra kjósenda við stjórnarskrá Evrópusambandsins. Gengið verður til þjóðaratkvæðis 29. maí næstkomandi og ólíkt því sem búist var við stefnir að óbreyttu í að Frakkar muni hafna plagginu. Öll ESB-ríkin verða að leggja blessun sína yfir stjórnarskrána til að hún öðlist gildi. Frakkar hafa verið leiðandi í Evrópusamruna síðasta aldarfjórðungs en nú virðist franska þjóðin vilja stíga á hemlana. Margir hafa efasemdir um aðildarviðræðurnar við Tyrki sem hefjast eiga í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×