Erlent

Deilunni um Schiavo ekki lokið

Deilunni um líf og limi Terri Schiavo er hvergi nærri lokið. Foreldrar hennar binda nú vonir við að enn ein áfrýjunin muni leiða til þess að lífi dóttur þeirra verði bjargað því áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst á það í dag að fjalla um málið á nýjan leik. Tólf dagar eru liðnir frá því næringarslangan var fjarlægð úr Schiavo en hún hefur legið alvarlega heilasköðuð í fimmtán ár. Alls hafa 46 menn verið handteknir við að reyna að brjótast inn á sjúkrastofu Schiavos; flestir hafa ætlað að gefa henni vatn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×