Erlent

Sendiherra Ísraels skotinn

Sendiherra Ísraels í Eþíópíu liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir að komið var að honum á heimili hans í gærkvöldi með skotsár. Ekki liggur fyrir hverjir voru að verki né hver tildrög árásarinnar voru. Sendiherrann, Doron Grossman að nafni, er 48 ára gamall og hefur setið í embættinu síðan árið 2002. Rannsóknarnefnd á vegum ísraelskra yfirvalda er komin til Eþíópíu til að rannsaka málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×