Erlent

Hjálparstarf erfitt vegna rigninga

Erfitt er að koma hjálpargögnum á skjálftasvæðið í Suðaustur-Asíu sökum rigninga. Nú er staðfest að meira en þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum undan ströndum Indónesíu á mánudaginn. Í morgun bárust fréttir af því að á milli tvö og þrjú hundruð manns hefðu látist á Banyak-eyjum og alls hefðu a.m.k. þúsund manns farist á Nias-eyjaklasanum. Að sögn stjórnvalda á svæðinu er allt eins líklegt að hátt í tvö þúsund manns hafi farist. Þá liggur enn ekki fyrir hve margir slösuðust í skjálftanum og eins er á huldu hve margir misstu heimili sín. Hjálparstarf er komið á fullan skrið en slæmt veður, rigningar og tjón á samgöngumannvirkjum, vegum og flugbrautum, hefur hamlað hjálparstarfinu. Stærsta borg Nias-eyjaklaasans. Gunung Sitoli, er nánast algerlega í rúst og íbúar leita þar enn að fólki á lífi í rústum húsanna. Aðstæður eru erfiðar, borgin er vatns- og rafmagnslaus og skortur er á þungavinnuvélum til að lyfta braki og leita í húsarústunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×