Erlent

Páfa virðist hraka stöðugt

Heilsu Jóhannesar Páls páfa virðist stöðugt hraka þó yfirlýsingar Vatíkansins séu á annan veg. Þar segja menn að hann sé á hægum batavegi. Páfa tókst ekki að tjá sig á skiljanlegan hátt þegar hann reyndi að blessa og ávarpa mannfjöldann úr herbergisglugga sínum í Róm í dag. Aðstoðarmaður páfa bar hljóðnema upp að vörum hans en ekkert af því sem hann sagði skildist og hljóðneminn var fjarlægður með hraði. Páfi er að jafna sig eftir uppskurð á hálsi. Hann reyndi einnig að ávarpa fólk á Páskasunnudag en þá skildist heldur ekkert. Þær fréttir bárust líka í morgun að páfi fengi nú næringargjöf í gegnum nefslöngu en hann á í miklum erfiðleikum með að kyngja mat og hefur horast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×