Erlent

Íranar sýna inn í kjarnorkuver

Stjórnvöld í Íran sýndu umheiminum inn í umdeilt kjarnorkuver í gær þegar sjálfur forseti landsins, Mohammed Khatami, leiddi þrjátíu blaðamenn þvers og kruss um Natanz-kjarnorkuverið. Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt Íransstjórn fyrir kjarnorkuáætlun landsins þar sem grunur leikur á að verið sé að búa til kjarnorkuvopn á laun. Stjórnvöld í landinu segjast á hinn bóginn aðeins vera að framleiða raforku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×