Innlent

Meira veitt en í fyrra

Umtalsvert meira hefur veiðst af ýsu, ufsa, karfa og steinbít á fyrstu mánuðum þessa árs samanborið við sömu mánuði í fyrra. Nemur aukningin um og yfir 20 prósentum á þessum fjórum tegundum. Þá hefur veiði á kolmunna aukist um heil 92 prósent milli ára úr 33 þúsund tonnum í 64 þúsund tonn og humarveiðin er 60 prósentum meiri en í fyrra. Á móti hefur veiðin dregist saman í þorski um fjögur prósent og um heil 80 prósent í síld og rækju. Heildarafli íslenskra skipa á fyrstu átta mánuðum fiskveiðiársins er þannig orðið tæp 1300 tonn sem er tæplega hundrað tonnum meira en á síðasta fiskveiðiári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×