Sport

Úrslit í Uefa keppninni í kvöld

Fjórir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu í kvöld. Á St James Park í Newcastle tóku heimamenn á móti Sporting Lisbon. Kieron Dyer var í byrjunarliðinu og Lee Bowyer sat á bekknum, en þessir leikmenn slógust eins og hundur og köttur í leik gegn Aston Villa nú á dögunum. En Newcastle sigraði Sporting með einu marki gegn engu og það var markamaskínan Alan Shearer sem skoraði markið í fyrri hálfleik. Villarreal tapaði óvænt heima gegn AZ Alkmaar. Denny Landzaat kom gestunum yfir en Juan Riquelme, sem er í láni frá Barcelona, jafnaði jafn óðum. AZ Alkmaar skorað þó sigurmarkið seint í síðari hálfleik og var þar að verki Robin Nelisse. á Ernst Happel Stadion gerðu heimamenn í Austria Vienna 1-1 jafntefli gegn ítalska liðinu Parma. Andrea Pisanu kom ítölunum yfir í fyrri hálfleik en Sebastian Mila jafnaði fyrir heimamenn um miðjan síðari hálfleik. Fyrri í dag áttust við CSKA Moskva og Auxerre í Rússlandi. Chidi Odiah, Sergei Ignashevich, Silva Vagner Love og Rolan Gusev skoruðu mörkin í 4-0 sigri heimamanna. Jean-Pascal Mignot var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald átta mínútum fyrir leikslok og spiluðu Frakkarnir þá einum færri. Síðari leikir liðanna fara fram fimmtudaginn 14. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×