Sport

Einum leik í Uefa keppninni lokið

Einum leik í 8-liða úrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu er lokið. CSKA Moskva sigraði franska liðið Auxerre á heimavelli sínum, Lokomotiv Stadium, í Moskvu með fjórum mörkum gegn engu. Chidi Odiah skoraði í fyrri hálfleik og þeir Sergei Ignashevich(víti), Silva Vagner Love og Rolan Gusev í þeim síðari. Liðin mætast að nýju eftir viku og þá í Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×