Lífið

Megas að heiman á afmælisdaginn

Meistari Megas fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Magnús Þór Jónsson er fæddur í Reykjavík þann 7. apríl árið 1945. Árið 1972 kom fyrsta hljómplatan hans, Megas, út og síðan þá hefur hann sett mark sitt á listalíf hér á landi. Páll Valsson, útgáfustjór Eddu - miðlunar, segir óhætt að fullyrða Megas hafi fært íslenska textagerð í nýjar hæðir og hafi búið til ný viðmið. Hann veiti póesíu inn í popptexta og geri íslenskuna gjaldgenga í dægurmenningu í víðum skilningi þess orðs. Þá hafi hann sýnt fram á að hægt sé yrkja um hvaðeina á íslensku. Afmælistónleikar verða haldnir í Austurbæjarbíói í kvöld, þar sem fjöldi listamanna kemur fram, en ekki Megas sjálfur. Hann ákvað að vera frekar viðstaddur fögnuð Íslendinga í Kaupmannahöfn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.