Er þjóðin í afneitun? 10. febrúar 2005 00:01 Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun