Kvenréttindi eða jafnrétti? 10. febrúar 2005 00:01 Alveg finnst mér ótrúlegt að á Íslandi séu lög þess efnis að ef tveir jafnhæfir einstaklingar af gagnstæðu kyni sækja um sama starfið, skuli veita konunni það. Myndi ég kæra mig um að fá vinnu á þessum forsendum? Í nafni jafnréttis? Nei, ég held ég myndi eftirláta karlinum stöðuna og leita eitthvert annað eftir vinnu. Ég trúi því að engir tveir einstaklingar geti verið nákvæmlega jafn hæfir til eins eða neins. Það hlýtur alltaf að vera hægt að finna eitthvað öðrum til framdráttar, nú eða foráttu. Það eru akkúrat svona mál sem veikja jafnréttisbaráttuna og gefa konum rauðsokkustimpla (í neikvæðri merkingu). Því miður verð ég þó oft vitni að því hvað konur eru meðvirkar í kynjamismununinni. Þannig var það þegar dóttir mín byrjaði á leikskóla og einn leikskólakennarinn (kona) var að sýna mér deildina. Þegar kom að dúkkukróknum sagði hún eitthvað sem svo: "...hérna leika stelpurnar sér í dúkkó, og svo leika strákarnir sér inni í herberginu þarna með bílana". Var mér að misheyrast? Á menntastofnun á Íslandi (sem ég hélt að stæði nú frekar framarlega í þessum málum) á tuttugustu og fyrstu öld! En vitið þið hvað? Ég er viss um að þessi sama kona myndi aldrei skrifa upp á það að strákar mættu ekki leika sér að dúkkum eða stelpur að bílum. Þetta var örugglega algjörlega ómeðvitað hjá henni. Í útvarpinu um daginn heyrði ég svo umræður um það hvort koma ætti á leikskólaskyldu á Íslandi. Kona sem þar lét í sér heyra sagði m.a. að ríkið ætti að greiða konum fyrir að vera heima með börnum sínum. Af hverju konum? Til þess að stuðla frekar að því að konurnar séu heima með börnin á meðan karlarnir vinna úti? En er það ekki einmitt það sem við höfum verið að reyna að breyta síðustu árin? Ég er líka alveg viss um að þessi kona var ekki meðvituð um það sem hún var að segja. Hún væri örugglega ekki síður sátt við að karlar fengju borgað fyrir að vera heima með börnum sínum. En það er einmitt þetta "meðvitundarleysi" sem er svo erfitt að eiga við. Að lokum langar mig að minnast aðeins á blessuð stöðuheitin sem alltaf eru að þvælast fyrir okkur. Þar finnst mér reyndar oft vera óþarflega mikil smámunasemi í gangi. Af hverju má t.d. karlmaður ekki bara vera fóstra? Allar fóstrur voru fóstrur þangað til karlar tóku að leita í störfin. Þá var þeim breytt í leikskólakennara. Ég meina, konur mega vera læknar án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ekki er til neitt sem heitir lækna eða lækniskona. Konur geta líka verið þingmenn, enda eru jú konur líka menn. Mín vegna mega karlar alveg vera fóstrur eða hjúkkur, það truflar mig ekki neitt. En það er einmitt þessi endalausa niðurhólfun sem lætur jafnréttismál oft snúast upp í andhverfu sína. Svo slökum nú aðeins á í baráttunni og einbeitum okkur frekar að því að virða hvert annað, vera víðsýn og meðvituð um það sem við segjum og gerum. Þá mun okkur örugglega með tímanum takast að uppræta þennan fortíðardraug sem kynjamismunun er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alveg finnst mér ótrúlegt að á Íslandi séu lög þess efnis að ef tveir jafnhæfir einstaklingar af gagnstæðu kyni sækja um sama starfið, skuli veita konunni það. Myndi ég kæra mig um að fá vinnu á þessum forsendum? Í nafni jafnréttis? Nei, ég held ég myndi eftirláta karlinum stöðuna og leita eitthvert annað eftir vinnu. Ég trúi því að engir tveir einstaklingar geti verið nákvæmlega jafn hæfir til eins eða neins. Það hlýtur alltaf að vera hægt að finna eitthvað öðrum til framdráttar, nú eða foráttu. Það eru akkúrat svona mál sem veikja jafnréttisbaráttuna og gefa konum rauðsokkustimpla (í neikvæðri merkingu). Því miður verð ég þó oft vitni að því hvað konur eru meðvirkar í kynjamismununinni. Þannig var það þegar dóttir mín byrjaði á leikskóla og einn leikskólakennarinn (kona) var að sýna mér deildina. Þegar kom að dúkkukróknum sagði hún eitthvað sem svo: "...hérna leika stelpurnar sér í dúkkó, og svo leika strákarnir sér inni í herberginu þarna með bílana". Var mér að misheyrast? Á menntastofnun á Íslandi (sem ég hélt að stæði nú frekar framarlega í þessum málum) á tuttugustu og fyrstu öld! En vitið þið hvað? Ég er viss um að þessi sama kona myndi aldrei skrifa upp á það að strákar mættu ekki leika sér að dúkkum eða stelpur að bílum. Þetta var örugglega algjörlega ómeðvitað hjá henni. Í útvarpinu um daginn heyrði ég svo umræður um það hvort koma ætti á leikskólaskyldu á Íslandi. Kona sem þar lét í sér heyra sagði m.a. að ríkið ætti að greiða konum fyrir að vera heima með börnum sínum. Af hverju konum? Til þess að stuðla frekar að því að konurnar séu heima með börnin á meðan karlarnir vinna úti? En er það ekki einmitt það sem við höfum verið að reyna að breyta síðustu árin? Ég er líka alveg viss um að þessi kona var ekki meðvituð um það sem hún var að segja. Hún væri örugglega ekki síður sátt við að karlar fengju borgað fyrir að vera heima með börnum sínum. En það er einmitt þetta "meðvitundarleysi" sem er svo erfitt að eiga við. Að lokum langar mig að minnast aðeins á blessuð stöðuheitin sem alltaf eru að þvælast fyrir okkur. Þar finnst mér reyndar oft vera óþarflega mikil smámunasemi í gangi. Af hverju má t.d. karlmaður ekki bara vera fóstra? Allar fóstrur voru fóstrur þangað til karlar tóku að leita í störfin. Þá var þeim breytt í leikskólakennara. Ég meina, konur mega vera læknar án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ekki er til neitt sem heitir lækna eða lækniskona. Konur geta líka verið þingmenn, enda eru jú konur líka menn. Mín vegna mega karlar alveg vera fóstrur eða hjúkkur, það truflar mig ekki neitt. En það er einmitt þessi endalausa niðurhólfun sem lætur jafnréttismál oft snúast upp í andhverfu sína. Svo slökum nú aðeins á í baráttunni og einbeitum okkur frekar að því að virða hvert annað, vera víðsýn og meðvituð um það sem við segjum og gerum. Þá mun okkur örugglega með tímanum takast að uppræta þennan fortíðardraug sem kynjamismunun er.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun