Innlent

Ósáttir við skilmála

Það er einkennilegt að skilmálar útboða séu hafðir þannig að þeir auðveldi að verk flytjist úr landi. Þetta er mat Guðmundar Tulinius, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri en Slippstöðin er ein af þeim skipasmíðastöðvum sem buðu í endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi. Hann nefnir sérstaklega ISO 9000 gæðavottun, sem Slippstöðin hafi ekki. "Slík vottun snýr að innra skipulagi fyrirtækisins, sem er mjög gott. Það segir hins vegar ekkert um gæði verksins." Guðmundur segir að hingað til hafi menn verið mjög ánægðir með verk Slippstöðvarinnar og síðast í gærmorgun fékk Slippstöðin viðhaldsverkefni frá Landhelgisgæslunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×