Erlent

Hætta á vatnsskorti hjá milljónum

Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum. Í kjölfar flóðanna myndi vatnsyfirborð í stærstu ám landanna minnka til muna sem gæti sem fyrr segir leitt til vatnsskorts hjá hundruðum milljóna manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×