Erlent

Börn til sölu

Munaðarleysingjahæli í Nígeríu hefur verið lokað vegna grunsemda um að þar hafi farið fram sala á börnum. Kvenprestur nokkur, sem er eigandi hælisins, eiginmaður hennar og dóttir hafa öll verið handtekin. Að sögn lögreglu tók munaðarleysingjahælið að sér ógiftar konur á meðan þær voru ófrískar og seldu barnlausum hjónum síðan börnin. Spítalar í Lagos, stærstu borg Nígeríu, áttu einnig hlut að máli. BBC hermir að konunum hafi verið tjáð að börn þeirra yrðu ættleidd eftir opinberum leiðum. Konurnar fengu tæpar 11.000 krónur fyrir börnin en þau voru seld á 60.000 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×