Þetta er Grímur Gíslason á Blönduósi 10. janúar 2005 00:01 Allir landsmenn kannast við fréttaritara Ríkisútvarpsins á Blönduósi. En það eru ekki allir sem vita að hann er kominn á tíræðisaldur. Reyndar er hann 93 ára í dag. Og hefði sjálfsagt ekkert veður gert út af þessu ef tíðindamaður tímamóta hefði ekki náð tali af honum í síma. Hvar ertu fæddur Grímur? "Ég er fæddur að Þórormstungu í Vatnsdal 1912 en foreldrar mínir bjuggu þar þá. Þau fluttu síðar að Saurbæ og ég varð seinna bóndi þar." Hvenær hleyptirðu heimdraganum? Ég fór í Laugarvatnsskólann haustið ´31 en hafði ekki ástæður til frekari skólagöngu. Pabbi missti heilsuna um þetta leyti og svo var kreppan. Það voru engir peningar til. Ég var svo á Hvanneyri 35-36 og aflaði mér staðgóðrar þekkingar á búskap. Reyndi að kynna mér allt sem ég gat. Ég fór svo að búa ´42, fyrst í félagsbúi við pabba en tók alveg við 1944. Foreldrar mínir fluttu þá suður en pabbi kom flest sumur fram yfir 1950, sér til hressingar. Hann gerði ýmislegt sem aðrir gátu ekki sinnt, sló með orfi og ljá það sem ekki var véltækt o.s.frv." Kynntist þú sjálfur þessum gömlu vinnubrögðum? "Já, blessaður vertu, ég sló líka með orfi og ljá, dengdi ljá, barði niður þúfur, malaði skít í taðkvörn og dreifði honum úr trogi. Það er nú ein frumstæðasta áburðardreifing sem til er. Já, já, ég kynntist þessu öllu. Mér er minnisstætt sem krakki þegar verið var að stinga út úr húsunum á vorin. Runeberg Ólafsson var þá vinnumaður hjá pabba og hann stakk fyrir mörgum hnausum í einu. Ég man að við krakkarnir áttum fullt í fangi með að losa hnausana úr stálinu og bera þá út úr húsunum." Og ullarvinnan? "Já, það var mikil vinna í kringum ullina. Ullin öll þvegin. Svo voru þetta fyrstu verðmætin sem maður eignaðist. Ég safnaði hagalögðum og lagði inn í kaupstað. Það voru fyrstu aurarnir sem maður eignaðist og gat keypt sér eitthvað fyrir, kannski vasahníf. Leikföng voru ekki til. " Voru margar búðir á Blönduósi í þinni æsku? "Já , þær voru fjölmargar. Það er eitthvað annað en núna, þetta er eiginlega bara ein verslun og gengur kaupum og sölum. Manni finnst sem byggðirnar séu á fallanda fæti. Það þyrfti að setja takmörk á þetta kvótaverð, þessi ósköp eru að sliga allt mannlíf og byggðir í landinu." Grímur Gíslason hefur um árabil verið fréttaritari útvarpsins. Hann var líka veðurathugunarmaður á Blönduósi þar til stöðin þar var gerð að sjálfvirkri stöð. Og það er enginn bilbugur á þessum manni þótt hann sé kominn á tíræðisaldur. Við eigum áreiðanlega eftir að heyra frá honum greinargóða pistla á þessu nýbyrjaða ári, og kveðjuorðin: "Þetta er Grímur Gíslason á Blönduósi." Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Allir landsmenn kannast við fréttaritara Ríkisútvarpsins á Blönduósi. En það eru ekki allir sem vita að hann er kominn á tíræðisaldur. Reyndar er hann 93 ára í dag. Og hefði sjálfsagt ekkert veður gert út af þessu ef tíðindamaður tímamóta hefði ekki náð tali af honum í síma. Hvar ertu fæddur Grímur? "Ég er fæddur að Þórormstungu í Vatnsdal 1912 en foreldrar mínir bjuggu þar þá. Þau fluttu síðar að Saurbæ og ég varð seinna bóndi þar." Hvenær hleyptirðu heimdraganum? Ég fór í Laugarvatnsskólann haustið ´31 en hafði ekki ástæður til frekari skólagöngu. Pabbi missti heilsuna um þetta leyti og svo var kreppan. Það voru engir peningar til. Ég var svo á Hvanneyri 35-36 og aflaði mér staðgóðrar þekkingar á búskap. Reyndi að kynna mér allt sem ég gat. Ég fór svo að búa ´42, fyrst í félagsbúi við pabba en tók alveg við 1944. Foreldrar mínir fluttu þá suður en pabbi kom flest sumur fram yfir 1950, sér til hressingar. Hann gerði ýmislegt sem aðrir gátu ekki sinnt, sló með orfi og ljá það sem ekki var véltækt o.s.frv." Kynntist þú sjálfur þessum gömlu vinnubrögðum? "Já, blessaður vertu, ég sló líka með orfi og ljá, dengdi ljá, barði niður þúfur, malaði skít í taðkvörn og dreifði honum úr trogi. Það er nú ein frumstæðasta áburðardreifing sem til er. Já, já, ég kynntist þessu öllu. Mér er minnisstætt sem krakki þegar verið var að stinga út úr húsunum á vorin. Runeberg Ólafsson var þá vinnumaður hjá pabba og hann stakk fyrir mörgum hnausum í einu. Ég man að við krakkarnir áttum fullt í fangi með að losa hnausana úr stálinu og bera þá út úr húsunum." Og ullarvinnan? "Já, það var mikil vinna í kringum ullina. Ullin öll þvegin. Svo voru þetta fyrstu verðmætin sem maður eignaðist. Ég safnaði hagalögðum og lagði inn í kaupstað. Það voru fyrstu aurarnir sem maður eignaðist og gat keypt sér eitthvað fyrir, kannski vasahníf. Leikföng voru ekki til. " Voru margar búðir á Blönduósi í þinni æsku? "Já , þær voru fjölmargar. Það er eitthvað annað en núna, þetta er eiginlega bara ein verslun og gengur kaupum og sölum. Manni finnst sem byggðirnar séu á fallanda fæti. Það þyrfti að setja takmörk á þetta kvótaverð, þessi ósköp eru að sliga allt mannlíf og byggðir í landinu." Grímur Gíslason hefur um árabil verið fréttaritari útvarpsins. Hann var líka veðurathugunarmaður á Blönduósi þar til stöðin þar var gerð að sjálfvirkri stöð. Og það er enginn bilbugur á þessum manni þótt hann sé kominn á tíræðisaldur. Við eigum áreiðanlega eftir að heyra frá honum greinargóða pistla á þessu nýbyrjaða ári, og kveðjuorðin: "Þetta er Grímur Gíslason á Blönduósi."
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira