Komnir heim með slitna skó 4. ágúst 2005 00:01 Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. "Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki," sagði Guðbrandur, þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum. Bjarki neitaði því ekki að ferðin hafi tekið á enda var skóþvengur hans til merkis um það en hann var tættur mjög. "Þetta er ellefta parið sem ég eyði í ferðinni en Guðbrandur hefur aðeins eytt þremur," upplýsti Bjarki blaðamann. Þeir göngugarpar sögðust vera himinlifandi með viðtökurnar sem þeir hlutu víða um land. Reykvíkingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og var slegið til veglegrar móttökuveislu við Ingólfstorg klukkan fimm í gær og voru tæplega tvö hundruð manns viðstaddir. Þar héldu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi ræður ásamt fleirum og kórinn Blikandi stjörnur söng göngugörpunum til heiðurs. Hvað tekur við hjá þeim að þessari göngu lokinni? "Ég verð að fara að huga að nuddstofunni minni. Svo ætla ég að bregða mér í sveitina og moka skít og skipta um þök á fjárhúsum," sagði Guðbrandur og var greinilega ekki úr sér genginn. Bjarka bíða mörg verkefni en hann ætlar að vinna að barnabók sem hann mun gefa út í vetur og svo ætlar hann að setjast á skólabekk. Þó sagðist hann umfram allt ætla að vara sig á því að fara ekki á næstunni í nudd til Guðbrands þar sem hætta væri á að þá myndu þeir félagar eggja hvorn annan upp í einhverju öðru eins brjálæði eins og að ganga í kringum landið. Það var einmitt í nuddtíma hjá Guðbrandi sem þessi hugmynd þeirra að göngunni kviknaði. Annars segja þeir félagar samkomulagið vera hið þokkalegasta. "Við ætlum þó að taka frí hvor frá öðrum frá og með morgundeginum," sagði Bjarki en var þá minntur á að þeir félagar voru búnir að lofa því að koma fram í sjónvarpsþætti saman svo ekki yrði að þessu fríi strax. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. "Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki," sagði Guðbrandur, þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum. Bjarki neitaði því ekki að ferðin hafi tekið á enda var skóþvengur hans til merkis um það en hann var tættur mjög. "Þetta er ellefta parið sem ég eyði í ferðinni en Guðbrandur hefur aðeins eytt þremur," upplýsti Bjarki blaðamann. Þeir göngugarpar sögðust vera himinlifandi með viðtökurnar sem þeir hlutu víða um land. Reykvíkingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og var slegið til veglegrar móttökuveislu við Ingólfstorg klukkan fimm í gær og voru tæplega tvö hundruð manns viðstaddir. Þar héldu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi ræður ásamt fleirum og kórinn Blikandi stjörnur söng göngugörpunum til heiðurs. Hvað tekur við hjá þeim að þessari göngu lokinni? "Ég verð að fara að huga að nuddstofunni minni. Svo ætla ég að bregða mér í sveitina og moka skít og skipta um þök á fjárhúsum," sagði Guðbrandur og var greinilega ekki úr sér genginn. Bjarka bíða mörg verkefni en hann ætlar að vinna að barnabók sem hann mun gefa út í vetur og svo ætlar hann að setjast á skólabekk. Þó sagðist hann umfram allt ætla að vara sig á því að fara ekki á næstunni í nudd til Guðbrands þar sem hætta væri á að þá myndu þeir félagar eggja hvorn annan upp í einhverju öðru eins brjálæði eins og að ganga í kringum landið. Það var einmitt í nuddtíma hjá Guðbrandi sem þessi hugmynd þeirra að göngunni kviknaði. Annars segja þeir félagar samkomulagið vera hið þokkalegasta. "Við ætlum þó að taka frí hvor frá öðrum frá og með morgundeginum," sagði Bjarki en var þá minntur á að þeir félagar voru búnir að lofa því að koma fram í sjónvarpsþætti saman svo ekki yrði að þessu fríi strax.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira