Komnir heim með slitna skó 4. ágúst 2005 00:01 Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. "Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki," sagði Guðbrandur, þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum. Bjarki neitaði því ekki að ferðin hafi tekið á enda var skóþvengur hans til merkis um það en hann var tættur mjög. "Þetta er ellefta parið sem ég eyði í ferðinni en Guðbrandur hefur aðeins eytt þremur," upplýsti Bjarki blaðamann. Þeir göngugarpar sögðust vera himinlifandi með viðtökurnar sem þeir hlutu víða um land. Reykvíkingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og var slegið til veglegrar móttökuveislu við Ingólfstorg klukkan fimm í gær og voru tæplega tvö hundruð manns viðstaddir. Þar héldu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi ræður ásamt fleirum og kórinn Blikandi stjörnur söng göngugörpunum til heiðurs. Hvað tekur við hjá þeim að þessari göngu lokinni? "Ég verð að fara að huga að nuddstofunni minni. Svo ætla ég að bregða mér í sveitina og moka skít og skipta um þök á fjárhúsum," sagði Guðbrandur og var greinilega ekki úr sér genginn. Bjarka bíða mörg verkefni en hann ætlar að vinna að barnabók sem hann mun gefa út í vetur og svo ætlar hann að setjast á skólabekk. Þó sagðist hann umfram allt ætla að vara sig á því að fara ekki á næstunni í nudd til Guðbrands þar sem hætta væri á að þá myndu þeir félagar eggja hvorn annan upp í einhverju öðru eins brjálæði eins og að ganga í kringum landið. Það var einmitt í nuddtíma hjá Guðbrandi sem þessi hugmynd þeirra að göngunni kviknaði. Annars segja þeir félagar samkomulagið vera hið þokkalegasta. "Við ætlum þó að taka frí hvor frá öðrum frá og með morgundeginum," sagði Bjarki en var þá minntur á að þeir félagar voru búnir að lofa því að koma fram í sjónvarpsþætti saman svo ekki yrði að þessu fríi strax. Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. "Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki," sagði Guðbrandur, þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum. Bjarki neitaði því ekki að ferðin hafi tekið á enda var skóþvengur hans til merkis um það en hann var tættur mjög. "Þetta er ellefta parið sem ég eyði í ferðinni en Guðbrandur hefur aðeins eytt þremur," upplýsti Bjarki blaðamann. Þeir göngugarpar sögðust vera himinlifandi með viðtökurnar sem þeir hlutu víða um land. Reykvíkingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og var slegið til veglegrar móttökuveislu við Ingólfstorg klukkan fimm í gær og voru tæplega tvö hundruð manns viðstaddir. Þar héldu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi ræður ásamt fleirum og kórinn Blikandi stjörnur söng göngugörpunum til heiðurs. Hvað tekur við hjá þeim að þessari göngu lokinni? "Ég verð að fara að huga að nuddstofunni minni. Svo ætla ég að bregða mér í sveitina og moka skít og skipta um þök á fjárhúsum," sagði Guðbrandur og var greinilega ekki úr sér genginn. Bjarka bíða mörg verkefni en hann ætlar að vinna að barnabók sem hann mun gefa út í vetur og svo ætlar hann að setjast á skólabekk. Þó sagðist hann umfram allt ætla að vara sig á því að fara ekki á næstunni í nudd til Guðbrands þar sem hætta væri á að þá myndu þeir félagar eggja hvorn annan upp í einhverju öðru eins brjálæði eins og að ganga í kringum landið. Það var einmitt í nuddtíma hjá Guðbrandi sem þessi hugmynd þeirra að göngunni kviknaði. Annars segja þeir félagar samkomulagið vera hið þokkalegasta. "Við ætlum þó að taka frí hvor frá öðrum frá og með morgundeginum," sagði Bjarki en var þá minntur á að þeir félagar voru búnir að lofa því að koma fram í sjónvarpsþætti saman svo ekki yrði að þessu fríi strax.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira