Sport

Hemmi: Verður erfitt hjá Everton

Hermann Hreiðarsson talar um Everton í blaðaviðtali á Englandi í dag, en á laugardag mætir Charlton Everton á Goodison Park. Í jólavertíðinni mættust liðin og þar hafði Charlton betur 2-0 og var það Hermann sjálfur sem skoraði annað markið. Everton hafa komið liða mest á óvart í vetur en Hermann segir að fyrst núna muni reyna á þá. "Ég átti ekki von á að þeir myndu standa sig svona vel, en það er alltaf eitt lið sem kemur á óvart á hverju tímabili. Í fyrra vorum það við," sagði Hemmi. "Það mun verða mjög erfitt fyrir þá að halda stöðu sinni. Það er á þessum tíma sem stóru liðin setja í annan gír og sigla frammúr, enda hafa þau á mun stærri og betri leikmannahópum að skipa. Þeir munu eflaust reyna sitt besta, en ég held að það muni reynast þeim mjög erfitt. Þegar við spiluðum við þá um jólin fannst mér við vera mun betri og eiga sigurinn skilinn. Mig hlakkar mikið til fyrir leikinn á laugardaginn og vonandi munum við spila vel."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×