Kapphlaup um jarðir í Kelduhverfi 4. ágúst 2005 00:01 Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur samþykkt tilboð þriggja forsvarsmanna Húsavíkurbæjar og eiginkvenna þeirra í jörðina Eyvindarstaði í Kelduhverfi, sex milljónir króna. Alls bárust sex tilboð í jörðina og átti Lífsval ehf. næst hæsta tilboðið, 5,2 milljónir króna, en fyrirtækið hefur á undanförnum misserum keypt jarðir vítt og breitt um landið. Þeir stjórnendur Húsavíkurbæjar sem áttu hæsta tilboðið í Eyvindarstaði eru: Reinhard Reynisson bæjarstjóri, Hreinn Hjartarson veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur og bróðir hans Gaukur Hjartarson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdaráðs Húsavíkurbæjar. Engar fasteignir eru á Eyvindarstöðum en jörðin er um 400 hektarar að stærð og henni fylgja smávægileg veiðiréttindi í Litluá. Hreinn Hjartarson segir að nýir eigendur hyggist stofna félag um rekstur sumarhúsabyggðar á jörðinni og ýmist selja eða leigja út stórar sumarhúsalóðir. "Jörðin er í miðju Kelduhverfi, um fimmtíu kílómetra frá Húsavík og átta kílómetra frá Ásbyrgi og því vel staðsett með tilliti til sumarhúsabyggðar. Líklega verða þar 20 til 30 sumarhúsalóðir en hluti svæðisins fer undir skógrækt," segir Hreinn. Ingvar J. Karlsson, einn eigenda Lífsvals, segir félagið eiga nú þegar tvær jarðir í Kelduhverfi, Garð eitt og Garð tvö. "Samanlagt eru þessar tvær jarðir fleiri þúsund hektarar að stærð. Veiðiréttur í Litluá fylgir þeim báðum og tilgangurinn með því að bjóða í Eyvindarstaði var að auka okkar hlut í ánni. Það er vel hugsanlegt að við bjóðum í fleiri jarðir í Kelduhverfi með það fyrir augum að auka notkunarmöguleika jarðanna og réttlæta fjárfestingar á svæðinu," segir Ingvar. Veiðifélagið Laxá selur veiðileyfi í Litluá og segir Ágúst Karl Ágústsson að í Litluá sé mikið af vænum urriða og bleikju. "Litlaá er eitt af best varðveittu leyndarmálum Norðurlands hvað snertir urriða- og bleikjuveiði," segir Ágúst. Fréttir Innlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur samþykkt tilboð þriggja forsvarsmanna Húsavíkurbæjar og eiginkvenna þeirra í jörðina Eyvindarstaði í Kelduhverfi, sex milljónir króna. Alls bárust sex tilboð í jörðina og átti Lífsval ehf. næst hæsta tilboðið, 5,2 milljónir króna, en fyrirtækið hefur á undanförnum misserum keypt jarðir vítt og breitt um landið. Þeir stjórnendur Húsavíkurbæjar sem áttu hæsta tilboðið í Eyvindarstaði eru: Reinhard Reynisson bæjarstjóri, Hreinn Hjartarson veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur og bróðir hans Gaukur Hjartarson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdaráðs Húsavíkurbæjar. Engar fasteignir eru á Eyvindarstöðum en jörðin er um 400 hektarar að stærð og henni fylgja smávægileg veiðiréttindi í Litluá. Hreinn Hjartarson segir að nýir eigendur hyggist stofna félag um rekstur sumarhúsabyggðar á jörðinni og ýmist selja eða leigja út stórar sumarhúsalóðir. "Jörðin er í miðju Kelduhverfi, um fimmtíu kílómetra frá Húsavík og átta kílómetra frá Ásbyrgi og því vel staðsett með tilliti til sumarhúsabyggðar. Líklega verða þar 20 til 30 sumarhúsalóðir en hluti svæðisins fer undir skógrækt," segir Hreinn. Ingvar J. Karlsson, einn eigenda Lífsvals, segir félagið eiga nú þegar tvær jarðir í Kelduhverfi, Garð eitt og Garð tvö. "Samanlagt eru þessar tvær jarðir fleiri þúsund hektarar að stærð. Veiðiréttur í Litluá fylgir þeim báðum og tilgangurinn með því að bjóða í Eyvindarstaði var að auka okkar hlut í ánni. Það er vel hugsanlegt að við bjóðum í fleiri jarðir í Kelduhverfi með það fyrir augum að auka notkunarmöguleika jarðanna og réttlæta fjárfestingar á svæðinu," segir Ingvar. Veiðifélagið Laxá selur veiðileyfi í Litluá og segir Ágúst Karl Ágústsson að í Litluá sé mikið af vænum urriða og bleikju. "Litlaá er eitt af best varðveittu leyndarmálum Norðurlands hvað snertir urriða- og bleikjuveiði," segir Ágúst.
Fréttir Innlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira