Lífið

Clinton fékk Grammy-verðlaun

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hlaut í gær Grammy-verðlaun á samnefndri tónlistarhátíð. Eins og fram hefur komið leikur Clinton á saxafón en það var þó ekki hljóðfæraleikur sem færði forsetanum fyrrverandi verðlaunin heldur ævisagan My Life í hljóðbókarformi. Clinton las ævisöguna sjálfur inn á geisladisk og hlaut verðlaun í flokknum mælt mál.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.