Erlent

Réðst vopnaður inn í barnaskóla

Einn maður lést og tveir særðust þegar sautján ára piltur vopnaður hnífi réðst inn í barnaskóla í borginni Osaka í Japan. Engin börn slösuðust og hefur maðurinn verið handtekinn. Atvikið vekur upp minningar um morð á átta börnum í leikskóla í Japan fyrir fjórum árum. Árásarmaðurinn þá, sem var einnig vopnaður hnífi, var tekinn af lífi fyrir verknaðinn fyrir hálfu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×