Innlent

Vilja sameinast Austurbyggð

Niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarðabyggð voru kynntar bæjarráði í fyrradag. Í könnuninni var leitað eftir afstöðu íbúa til þess hvort selja ætti félagsheimilin í Fjarðabyggð og hvort sameina ætti nágrannasveitarfélög Fjarðabyggð. 62,7 prósent íbúa Fjarðabyggðar vilja sameinast nágrönnum sínum í Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppi og Mjóafjarðarhreppi en á móti eru 26,4 prósent. Hins vegar eru íbúar andvígir þeirri hugmynd að félagsheimilin verði seld eða 49,7 prósent en hlynntir eru 39 prósent. Um 11 prósent tóku ekki afstöðu. Konur eru almennt andvígari sölu félagsheimilanna sem og sameiningu sveitarfélaganna. Alls var úrtakið 500 íbúar á aldrinum 16 til 75 ára og svarhlutfall um 70 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×