Vill gögn um ákvörðunartöku 18. janúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira