Innlent

Björgunarsveit náði í konu

Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Dalvík voru kallaðar út um fimm leytið í gær til aðstoðar vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Rauðuskörðum í Ytri Árdal. Kona í hópnum hafði dottið og ökklabrotnað. Tólf björgunarsveitarmenn héldu fótgangandi á staðinn og fluttu þeir hana í körfu að sjúkrabíl sem beið við veginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×