Innlent

Hundar bannaðir í miðbænum?

Útlit er fyrir að innan tíðar verði óheimilt með öllu að fara með hunda um miðbæ Ísafjarðar, þ.e.a.s. Hafnarstræti neðan Mánagötu, um Silfurtorg eða Aðalstræti ofan Skipagötu. Undanþegnir verða hundar sem notaðir eru við löggæslu- og björgunarstörf og aðstoðarhundar sjúkra og blindra einstaklinga. Er þetta liður í endurskoðun samþykktar bæjarins um hundahald sem nú er til umræðu. Frá þessu greinir á vef Bæjarins besta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×