Sport

Tapar Woods fjórða árið í röð?

Boxarinn Clinton Woods er vongóður um að næla sér í sinn fyrsta titil í kvöld er hann mætir Rico Hoye í viðureign um IBF-heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt. Woods, sem er 32 ára gamall, tapaði fyrir Roy Jones Jr. árið 2002 en gerði jafntefli við Glen Johnson ári síðar. Hann tapaði síðan á síðasta ári þegar hann mætti Johnson á nýjan leik. "Mér finnst ég vera betur undirbúinn en síðustu þrjú skipti," sagði Woods sem lét það lítið á sig fá að hafa ekki náð að sigra þrjú ár í röð. "Ég hef æft af krafti og fer í bardagann fullur sjálfstrausts."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×