Þjóðhátíð í skugga umferðarslysa 18. júní 2005 00:01 Þjóðhátíð var haldin í skugga umferðarslysa þetta árið. Tveir unglingspiltar biðu bana í slysi norður í landi á fimmtudagskvöld og félagi þeirra liggur sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þá slasaðist maður alvarlega í bílveltu í Borgarfirði að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Lögreglan hefur þurft að stöðva tugi ökumanna víða um land fyrir of hraðan akstur og fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Reykjavík ítrekar fyrir fólki að aka ekki yfir hámarkshraða og mun lögreglan í Reykjavík og nágrenni taka á móti ferðalöngum með hertri gæslu umhverfis höfuðborgarsvæðið í dag. Alvarleg bílvelta varð í Öxnadal aðfaranótt föstudags þar sem tveir ungir menn létust. Tveir aðrir unglingspiltar voru í bílnum og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu og er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala-háskólasjúkrahúsi Hinn var útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Þá slasaðist maður mikið í bílveltu sem varð á miðnættti á föstudagskvöld við bæinn Varmalæk í Borgarfirði. Hann fór í aðgerð á laugardag og er líðan hans stöðug þar sem hann liggur á gjörgæslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Á Akureyri voru tuttugu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á aðeins sjö klukkustunda tímabili. "Við höfum mikið þurft að sinna umferðarmálum," sagði lögreglukona sem var á vakt á Akureyri. Á Reykjanesbraut voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ofsahraða. "Hér hefur verið mikið annríki," sagði lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. "Menn eru ekki að passa sig. Við höfum tekið þrjá fyrir ölvunarakstur og tólf fyrir of hraðan akstur síðan á föstudag," sagði hann um hádegisbil á laugardag. "Þetta er hörmulegt og mér finnst það umhugsunarefni að fólk virðist halda áfram að aka mjög hratt og óvarlega í kjölfar svona slysa. Ég skil ekki hvernig það getur viðgengist þegar menn hafa fengið svona skilaboð sem eru þyngri en tárum tekur að láta sér ekki segjast. Yfirleitt er þetta aðeins ímyndaður tímaskortur og menn eru bara að flýta sér til að flýta sér," segir Óli H. Þórðarson, formaður umferðarráðs. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Þjóðhátíð var haldin í skugga umferðarslysa þetta árið. Tveir unglingspiltar biðu bana í slysi norður í landi á fimmtudagskvöld og félagi þeirra liggur sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þá slasaðist maður alvarlega í bílveltu í Borgarfirði að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Lögreglan hefur þurft að stöðva tugi ökumanna víða um land fyrir of hraðan akstur og fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Reykjavík ítrekar fyrir fólki að aka ekki yfir hámarkshraða og mun lögreglan í Reykjavík og nágrenni taka á móti ferðalöngum með hertri gæslu umhverfis höfuðborgarsvæðið í dag. Alvarleg bílvelta varð í Öxnadal aðfaranótt föstudags þar sem tveir ungir menn létust. Tveir aðrir unglingspiltar voru í bílnum og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu og er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala-háskólasjúkrahúsi Hinn var útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Þá slasaðist maður mikið í bílveltu sem varð á miðnættti á föstudagskvöld við bæinn Varmalæk í Borgarfirði. Hann fór í aðgerð á laugardag og er líðan hans stöðug þar sem hann liggur á gjörgæslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Á Akureyri voru tuttugu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á aðeins sjö klukkustunda tímabili. "Við höfum mikið þurft að sinna umferðarmálum," sagði lögreglukona sem var á vakt á Akureyri. Á Reykjanesbraut voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ofsahraða. "Hér hefur verið mikið annríki," sagði lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. "Menn eru ekki að passa sig. Við höfum tekið þrjá fyrir ölvunarakstur og tólf fyrir of hraðan akstur síðan á föstudag," sagði hann um hádegisbil á laugardag. "Þetta er hörmulegt og mér finnst það umhugsunarefni að fólk virðist halda áfram að aka mjög hratt og óvarlega í kjölfar svona slysa. Ég skil ekki hvernig það getur viðgengist þegar menn hafa fengið svona skilaboð sem eru þyngri en tárum tekur að láta sér ekki segjast. Yfirleitt er þetta aðeins ímyndaður tímaskortur og menn eru bara að flýta sér til að flýta sér," segir Óli H. Þórðarson, formaður umferðarráðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira