Erlent

Viðurkenna að Rauði krossinn fái ekki aðgang að öllum föngum

Frá fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa.
Frá fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa. MYND/Reuters

Rauði krossinn fær ekki aðgang að öllum föngum sem Bandaríkjamenn hafa í haldi. Þetta viðurkenndu stjórnvöld í Washington í fyrsta skipti í gær.

Aðallögfræðingur utanríkisráðuneytisins sagði í gær að Rauði krossinn hefði aðgang að öllum í Guantanamo á Kúbu en þegar hann var spurður hvort samtökin hefðu aðgang að öllum föngum sem væri haldið við svipaðar aðstæður annars staðar svaraði hann því neitandi.

Hann neitaði að skýra málið frekar og vildi ekki gefa uppi á hvaða stöðum föngum væri haldið án þess að mannréttindasamtök fengju að þeim aðgang. Talsmaður Rauða krossins segir að samtökin komi til með að krefjast þess að fá aðgang að föngunum sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×