Krefjast lögbanns á ráðningu 23. apríl 2005 00:01 Skjár einn krafðist á föstudag hjá Sýslumanninum í Reykjavík lögbanns á ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra Skjás eins, til 365 ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir trúnað hafa verið brotinn við félagið. Samkvæmt ráðningarsamningi segir hann Helga ekki mega starfa í samkeppnisrekstri í heilt ár eftir starfslok. "Ekki nema að það sé erlendis. Svo var líka í samningnum trúnaðarákvæði, en því miður voru viðskiptaáætlanir félagsins sendar út úr húsi," sagði hann, en með lögbannsbeiðninni voru lagðir fram 15 tölvupóstar Helga til Árna Þórs Vigfússonar, fyrrum sjónvarpsstjóra Skjás eins. "Þeir voru svo ráðnir saman upp á 365." Helgi vísar á bug ásökunum um trúnaðarbrest eða samningsrof og telur í raun á sér brotið með því að hnýst hafi verið tölvupóst hans. "Í 56 þúsund póstum er auðvitað eitthvað sem hægt er að rífa úr samhengi, en þarna er ekkert í gangi sem ekki átti að vera." Eins segir hann ákvæði í ráðningarsamningi hans heimila störf við ráðgjöf og erlend þróunarstörf og það sé til slíkra starfa sem hann hafi ráðið sig. Þá segir Helgi starfslok sína hafa borið að með allt öðrum hætti en sjónvarpsstjóri Skjás eins hefur lýst í fjölmiðlum. "Ég sagði upp sjálfur upp 4. apríl og því kolrangt að Magnús hafi sagt mér upp 9. apríl," segir hann og telur Magnús hafa farið offari í reiðikasti heima hjá honum að kvöldi laugardagsins 9. apríl. Fyrr um daginn segist hann hafa gengið af fundi sem Magnús hafði boðað hann á eftir að Magnús missti stjórn á skapi sínu. "Hann elti mig hins vegar heim og hótaði konu minni. Svo sat hann um húsið í 40 mínútur eftir að hafa látið öllum illum látum," sagði Helgi og fjölda fólks mundu geta staðfest atburðarrásina, þar á meðal stjórnarformann Skjás eins, sem persónulega hafi beðið hann afsökunar á uppákomunni. Ekki náðist aftur í Magnús í gær til að bera undir hann þessar ávirðingar. Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Skjár einn krafðist á föstudag hjá Sýslumanninum í Reykjavík lögbanns á ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra Skjás eins, til 365 ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir trúnað hafa verið brotinn við félagið. Samkvæmt ráðningarsamningi segir hann Helga ekki mega starfa í samkeppnisrekstri í heilt ár eftir starfslok. "Ekki nema að það sé erlendis. Svo var líka í samningnum trúnaðarákvæði, en því miður voru viðskiptaáætlanir félagsins sendar út úr húsi," sagði hann, en með lögbannsbeiðninni voru lagðir fram 15 tölvupóstar Helga til Árna Þórs Vigfússonar, fyrrum sjónvarpsstjóra Skjás eins. "Þeir voru svo ráðnir saman upp á 365." Helgi vísar á bug ásökunum um trúnaðarbrest eða samningsrof og telur í raun á sér brotið með því að hnýst hafi verið tölvupóst hans. "Í 56 þúsund póstum er auðvitað eitthvað sem hægt er að rífa úr samhengi, en þarna er ekkert í gangi sem ekki átti að vera." Eins segir hann ákvæði í ráðningarsamningi hans heimila störf við ráðgjöf og erlend þróunarstörf og það sé til slíkra starfa sem hann hafi ráðið sig. Þá segir Helgi starfslok sína hafa borið að með allt öðrum hætti en sjónvarpsstjóri Skjás eins hefur lýst í fjölmiðlum. "Ég sagði upp sjálfur upp 4. apríl og því kolrangt að Magnús hafi sagt mér upp 9. apríl," segir hann og telur Magnús hafa farið offari í reiðikasti heima hjá honum að kvöldi laugardagsins 9. apríl. Fyrr um daginn segist hann hafa gengið af fundi sem Magnús hafði boðað hann á eftir að Magnús missti stjórn á skapi sínu. "Hann elti mig hins vegar heim og hótaði konu minni. Svo sat hann um húsið í 40 mínútur eftir að hafa látið öllum illum látum," sagði Helgi og fjölda fólks mundu geta staðfest atburðarrásina, þar á meðal stjórnarformann Skjás eins, sem persónulega hafi beðið hann afsökunar á uppákomunni. Ekki náðist aftur í Magnús í gær til að bera undir hann þessar ávirðingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira