Lífið

Gleðifréttir á Bylgjunni

Bylgjan hefur fengið þrjá af ástsælustu grínleikurum landsins til liðs við sig í sumar. Það eru þeir Laddi, Gísli Rúnar og Jörundur Guðmunds. Þeir félagar ætla að byrja með nýjan tæplega 20 mínútna langan þátt á laugardaginn kemur kl 11.30 sem ber nafnið Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands. Í tilkynningu frá Bylgjunni kemur fram að þátturinn sé eins og spegilmynd af dagskrá í útvarpi ogsjónvarpi að slepptu öllu venjulegu pólitísku dægurþrasi. Þeir félagar gera grín að öllu mögulegu eins og innhringiþáttum og viðtalsþáttum auk þess sem kunnuglegir útvarpsmenn og þjóðkunnir Íslendingar ganga aftur. Þeir helstu eru Jonni Jonnason, Sigurður G. Ómarsson á Málstöðinni og Búbbi Marteins trúbador.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.