Innlent

Mesta hækkunin á Austurlandi

Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. Kristín Hjördís Ásgeirsdóttir, fasteignasali í Fjarðabyggð, segir hækkunina á Austurlandi tilkomna vegna stórframkvæmdanna í tengslum við álver og virkjun, auk þess sem íbúðaverð í fjórðungnum hafi lítið sem ekkert hækkað í áratugi áður en framkvæmdirnar eystra hófust. Íbúðaverð hækkaði á öllu landinu milli áranna 2003 og 2004, að Vestfjörðum undanskildum en þar lækkaði íbúðaverðið um 1,7 prósent. Á Norðurlandi vestra var hækkunin 12,1 prósent og 10,6 prósent á Norðurlandi eystra. Í öðrum landshlutum nam hækkunin 9 til 10 prósentum. Kristín segir að mjög mikil fasteignasala hafi verið á Miðausturlandi á árinu sem er að líða og á hún frekar von á áframhaldandi hækkun íbúðaverðs enda á margt af því fólki sem vinna mun við álverið enn eftir að flytja í fjórðunginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×