Innlent

Skíðasvæði opin fyrir norðan

Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex í dag en lokað er í Skálafelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×